Nikkel / Nickel
Nikkel er glansandi, silfur-hvítur málmur með örlitilli gylltri slikju.
Þar sem rannsóknir á nikkel hafa sérstaklega farið fram á dýrum en ekki eins ýtarlegar á mönnum, er frekari rannsókna þörf áður en hægt er að staðhæfa og ráðleggja einstaklingum. Meðal skortseinkenna sem sést hafa í dýrum er skertur vöxtur og skert frjósemi og má því gera ráð fyrir að nikkel sé einnig nauðsynlegt næringarefni fyrir menn.
Nikkel er einnig þekkt sem (Ni) snefilefni. Um það bil 10 mg er í líkamanum og umtalsvert af því magni er í RNA og DNA kjarnasýrunum, þar sem það styður samskipti og samvinnu þessara kjarnasýra. Einnig gæti það hjálpað til við að hraða eðlilegum efnafræðilegum viðbrögðum líkamans.
Það er talið stuðla að dreifingu próteina með blóðvökva og einnig talið að hafi áhrif á hormóna ásamt fitu- og frumuhimnuefnaskipti. Þar sem insúlínframleiðsla eykst við aukna inntöku nikkels, gæti það tengst virkjun ensíms sem tengist skiptingu eða nýtingu glúkósa.
Samkvæmt rannsóknum vinna nikkel og C-vítamín vel saman og gætu haft góð áhrif á skorpulifur eða bætt insúlínframleiðslu.
Nikkelofnæmi. Nikkel er snefilefni sem tengt hefur við húðina vegna ofnæmisútbrota eða húðþrota sem afleiðing af snertingu við nikkel, eins og til dæmis skartgripum, gleraugnaumgjörðum og fleira. En margir einstaklingar þjást af ofnæmi bæði fyrir nikkel í fæðu og frá umhverfisáhrifum og hefur þetta aukist til muna síðustu ár. Þeir sem eiga við krónísk húðvandamál, sérstaklega þeir sem hafa þrálát exemvandamál, gætu prófað að forðast þær fæðutegundir sem innihalda mikið nikkel. Það getur verið erfitt að taka út allt fæði sem inniheldur nikkel og þá æskilegt að ráðfæra sig við lækni eða næringafræðing.
Frásog nikkels er minna en 10% þar sem nýrun stjórna ýmist geymslu eða eyðingu nikkelmagnsins, en meiri hluti magnsins skiljist þó út með hægðum og smávegis með svita.
Nikkel er að finna í fjölmörgum fæðutegundum. Yfirleitt er meira nikkel í fæðutegundum úr jurtaríkinu en dýraríkinu.
Töluvert magn af nikkel er í súkkulaði, hnetum, ávöxtum og grænmeti, þurrkuðum baunum (bæði ferskum sem þurrkuðum), fræjum af belgjurtaætt, og ýmiss konar kornmeti, sperglar, sveppir, laukur, soja, og dósamatur.
Aftur á móti er mun minna af nikkel í mjólkurmat, hertri fitu, kjöti, fiski, skelfiski og eggjum.
Þegar einhver fær ofnæmi fyrir efnum sem innihalda nikkel eru algengustu viðbrögðin í húðinni, sem lýsa sér sem kláði, sviði, roði eða önnur útbrot. En einnig geta alverleg viðbrögð lýst sér með asmaeinkennum.
Eituráhrif eru yfirleitt ekki vandamál ef þess er aðeins neytt gegnum fæðu, en ef þess er neytt á annan hátt gæti það orðið í of miklu mæli. Einkenni of mikils magns gæti leitt til asma, hjartakveisa, eða önnur hjartaeinkenna.
Nikkel er mjög eitrað í loftkenndu formi (nickel carbonyl) og hefur tilhneigingu til að valda krabbameini í afholum, hálsi og lungum. Það gerist þegar óleysanleg efnasambönd nikkels er andað að sér yfir langt tímabil. Þetta gildir þó ekki um leysanlegt nikkel blandað saman við chloride, nitrate eða sulfate.