Remedíur fyrir hunda
Ekki er síður ástæða til að nota remedíur fyrir hundana okkar heldur en okkur sjálf. Í flestum tilfellum ef komið er með dýr til hómópata, þá er farið yfir öll einkenni sem skipt geta máli til að hjálpa einstaklingnum þar sem hómópatía er heildræn meðferð og þá getur svo margt skipt máli varðandi remedíuval.
Vegna ýmissa algengra vandamála er gott að eiga remedíur á heimilinu til að grípa til. Hér á eftir ætla ég að telja upp örfá einföld dæmi og hómópatalyf sem gætu komið að gagni ef eitthvað kemur upp á. Þar sem taldar eru upp fleiri en ein remedía þá getur þú notað hverja þeirra sem er ef þú átt þær til. Einnig getur þurft að velja 2 til 3 tegundir til að gefa samhliða til þess að ná til allra einkenna.
En alltaf að skal hafa í fyrirrúmi að fara þarf með sjúk og slösuð dýr til dýralæknis. Einnig getur verið gott að leita ráða hjá reyndum hómópata til að auka líkur á að rétt remedía sé valin.
“Það ætti að vera til remedíur á heimilium og einnig í bílum”
Hómópatalyf (remedíur) eru yfirleitt seld í töfluformi og fást í Skipholtsapóteki og ýmsum heilsubúðum. Hjá hómópötum er einnig hægt að fá þau í litlum kornum eða í vökvaformi í dropateljaraglösum. Gott er að setja remedíurnar í vör eða kinn utan við tanngarðinn eða leysa þau upp í drykkjarvatni dýrsins. Í bráðatilfellum skal gefa nokkuð oft, en í krónískum tilfellum skal gefa sjaldnar en til lengri tíma.
Afbrýðisemi: Pulsatilla, Hyoscyamus, Lachesis.
Augnsýkingar: Euphrasia
Augnmeiðsli: Arnica og Ledum. Einnig Hamamelis ef blæðingar í eða á auga.
Áföll líkamleg, meiðsli minniháttar eða slæm slys: Arnica er aðal skyndihjálparremedían sem allir ættu að vera með í vasanum. Einnig góð til að gefa hundinum eftir slys meðan verið er að flytja hann til læknis.
Áföll, sjokk og hræðsla eftir til dæmis slys: Aconite
Áföll og hræðsla eftir slæma meðferð eða barsmíðar: Staphisagria
Árásargirni án ástæðu: Belladonna
Árásargirni á menn og hunda og bítur: Stramonium
Beinbrot, en beinin þurfa að vera í réttum skorðum: Symphytum
Bílveiki: Cocculus
Bjúgur eða óeðlileg vökvasöfnun, þvaglátstregða: Apis
Bólgur: Belladonna, Apis, eða Mercurius
Bráðatilfelli eins og til dæmis = hár hiti, hitakrampar, og einkenni eftir bólusetningar eða eyrnabólgur ef hiti fylgir með: Belladona
Einkenni eftir bólusetningar. Vörtur. Sveppasýking: Thuja
Eirðarleysi með kvíða: Arsenicum
Endaþarmur með kláða: Arsencum, Petroleum, Graphitis, Hepar sulph.
Eyrnasýking: Mercurius cor, Belladonna, Pulsatilla, Silica, Hepar sulph.
Flísar eða óhreinindi í sári: Silica
Flugnabit og sviði: Apis
Gjóta, stuðningur: Pulsatilla, Aconite, Arnica.
Gröftur og kýli: Hepar sulphuris eða Silica
Harðlífi: Nux vomica eða Silica
Harðsperrur, vöðvaverkir vegna ofreynslu: Arnica, Rhus tox.
Hitastillandi: Belladonna
Hræðsla (vegna flugelda, þrumuveðurs, einveru, ferðalaga, lóðarí): Aconite, Phosphorus.
Júgurbólga, stálmi: Belladonna, Phytolacca, Silica, eða Lac caninum
Lykt vond: Mercurius Hjálpar oft ef vond lykt er úr eyrum eða andfýla vegna tannsteins eða munnholsvanda.
Magabólgur eða uppþemba, ógleði og niðurgangur eftir eitrun eða lyf: Nux Vomica, Arsenicum
Máttleysi, skjálfti eða lamandi ótti: Gelsemium
Nýrnasjúkdómar: Mercurius solubilis, Apis, Cantharis, Berberis
Niðurgangur: China, Arsenicum,
Sár og hruflur: Hreinsa sárin vel. Calendula og Hypericum blandað saman og gefið bæði til inntöku og má einnig leysa upp í soðnu kældu vatni og leggja við sem bakstur. Einnig til Calendulukrem og Calendulutincturur sem gott til að bera á sár til að flýta fyrir grósku.
Sinnuleysi móður gagnvart ungviði: Sepia
Skurðsár eftir glerbrot, eftir skurðaðgerð og ljót fleiður: Calendula og Staphysagria
Sorg eða missir: Ignatia
Stirðleiki: Arnica, Rhus-tox, Bryonia
Stungusár eftir nagla, flísar, gaddavír, nálastungur: Ledum, Hypericum
Sýkingar í sárum eða annarskonar sýkingar: Hepar sulph
Tannsteinn: Fragaria getur mýkt tannstein. Einu sinni á dag í rúman mánuð.
Taugaáverki, til dæmis þegar skottið klemmist eða loppurnar: Hypericum
Tilhneiging til að fá flær og mýbit: Staphysagria
Tognun í liðum eða sinum: Arnica Rhus-tox Ruta mætti gefa allar saman
Uppköst með niðurgangi: Nux vomica, Arsenicum, China
Vöðvaverkir og áverkar eins og mar og strengir eftir ofreynslu: Arnica
Viðkvæmni og kvíði (til dæmis aðskilnaðarkvíði): Pulsatilla, Ignatia
Örvefur: Silica, Thuja