• Þjónusta
    • Hómópatía
    • Fæðuóþol
  • Fróðleikur
    • Allar greinar
    • Listi yfir greinar
    • Almennt
    • Andleg málefni
    • Börn
    • Bætiefni og vítamín
    • Dýr
    • Heilsa
    • Mataræði
    • Ofnæmi
    • Pistlar
    • Remedíur
    • Sjúkdómar
  • Upplýsingar
    • Um mig
  • English Material
Increase Font Size Reset Font Size Decrease Font Size

Tanntaka

 

 Tanntaka virðist ganga afar misjafnlega hjá börnum.  Sum börn sína litla sem enga breytingu á meðan önnur eiga ósköp bágt.  Þetta tímabil getur verið frá því tennurnar byrja að koma á 5. til 8. mánuði en ársgamalt barn hefur yfirleitt fengið 6-10 tennur.  Þegar barnið er orðið 18 mánaða eru tennurnar yfirleitt 12 og  2 ára barn er yfirleitt með 16-20 tennur.   Allar 20 barnatennurnar eru búnar að skila sér þegar barnið er orðið 2 ½ - 3 ára. 

  Vandamálin eru helst vegna kláða eða sársauka í gómunum þegar tennurnar koma upp og oftast fylgir því að börnin vakna oft á nóttunni og eru vansæl.  Þetta virðist mun verra ef tanntakan gengur hægt.  Þetta getur orsakað vandamál við brjóst- og pelagjafir þar sem sum börn finna fyrir óþægindum í gómnum þegar þau sjúga. 

 Fylgikvillar tanntöku geta verið slefmyndun, linar hægðir eða niðurgangur, grátur, pirringur, óróleiki.  Sum börn fá rauðar kinnar og hita.

 

Oft má gera barninu þetta auðveldara með því að  láta það hafa kældan naghring,  eða nudda gómana með klaka.  Gott að láta barn hafa blautan þvottapota til að tyggja.  Að naga lakkrísrót getur linað verkina. 

 

Ef notað er Bonjela-gel eða Orajel skal varast að nota það fyrir gjafir það sem það deyfir munn barnsins og getur valdið erfiðleikum við brjósta- og pelagjafir. 

 

 Hómópatía. 

 

Hómópatískar remedíur geta hjálpað mikið vegna tanntöku.  Það er eins og ávallt með remedíur að þær hafa hver sín einkenni þannig að mun ég telja upp nokkrar remedíur en vegna tanntöku tel ég þær virka best í styrkleika 200c.  Stundum er gott að blanda fleiri en einni saman ef það hentar einstaklingnum betur.  

  

 

Aconite:   fylgir mikill sársauki, óróleiki og gómurinn er oft bólginn. Barnið nuddar oft góminn með hnúanum eða nagar hendurnar til að draga úr sársauka.  Líður verra í köldu lofti og við kalda drykki. 

 

Arsen:   óróleiki á nóttunni og gnístir tönnum í svefni.   Niðurgangur með ómeltri fæðu.  Nagar glasið þegar drukkið.   

 

Belladonna:  erfið tanntaka og verkir geta leitt út í eyru.  Gómar eru rauðir, heitir, bólgnir  með verkjum.    

Bry:   gómarnir mjög viðkvæmir með verkjum. 

 

Calcarea carb:    tanntaka hæg og börnin slefa mikið.  Súr svitamyndun á höfðinu og oft súr lykt af hægðum.  Þessi börn eru oft ljóshærð og stórbeinótt og þétt en er þó ekki algilt.

 

Calcarea phos:   hefur mjög svipuð einkenni og Calc Carb, en börnin oftar dökkhærð og mjóslegin , en það er þó ekki algilt.  

 

Chamomilla:    barnið er pirrað, vansælt og ósköp vælið.  Það vill jafnvel ekki láta horfa á sig.  Það getur fengið reiðiköst sem verða meiri með auknum sársauka, sem stundum virðist vera óbærilegur. Barnið getur verið þögult svo lengi sem haldið er á því.   Ekkert virðist gleðja barnið, og þegar það fær það sem beðið er um vill barnið það ekki heldur eitthvað annað.  Önnur kinnin getur verið rauð, venjulega þeim megin sem tanntakan er á meðan hin kinnin er föl.  Hægðir lausar, en þó ekki niðurgangur.  Líður yfirleitt verri á nóttinni.

 

Coffea:    sársaukafull tanntaka.  Líður verr á nóttunni og eftir máltíðir.  Líður betur við kalda bakstra eða kalt að naga.  Óróleg,  eiga erfitt með að fara að sofa en talar mikið.

 

Hecla:   erfið tanntaka barna sem eru kirtlaveik eða með beinkröm.

 

Silica:   hæg  og erfið tanntaka með viðkvæmum gómum.  Mikið með hendurnar í munninum.  Svitamyndun í hnakka og á höfðinu.  Barnið er ljúft og þægilegt en á sama tíma getur sýnt mikla þrjósku.  Silicu börn eru oft mjóslegin með þunnt ljóst hár.  

 

Staph:   barnið mjög viðkvæmt gagnvart framkomu annarra og grætur við minnstu verki.  Gómar eru mjög ljósir og viðkvæmir fyrir allri snertingu.  Kviðmikil börn. 


 
Fróðleikur
  • Allar greinar
  • Listi yfir greinar
  • --------------------
  • Almennt
  • Andleg málefni
  • Bætiefni og vítamín
  • Börn
  • Dýr
  • Heilsa
  • Mataræði
  • Ofnæmi
  • Pistlar
  • Remedíur
  • Sjúkdómar
Leita
Nýjustu innlegg
  • Sýklalyf á meðgöngu
  • Skjaldkirtill
  • Bólguvaldandi fæða.
  • Martraðir barna / Night terror
  • Óþol fyrir hveiti, sykri eða geri
  • Vítamín D-2 og D-3
  • K2-vítamín.
  • Beinþynning og Kransæðar
  • Blóðnasir (epistaxis)
  • Þvagsýrugigt (gout)

Sigrún Árnadóttir - Hómópati
www.homopati.is
sigrun@homopati.is
sími: 863 6848

Webdesign Tirol designed by pc-didi.